Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarlokun hjá Kompunni
Þriðjudagur 25. júní 2013 kl. 12:41

Sumarlokun hjá Kompunni

Vegna sumarleyfis starfsfólks Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum verður nytjamarkaður Kompunnar á Smiðjuvöllum í Reykjanesbæ lokaður frá og með næsta mánudegi. Föstudagurinn 29. júní er síðasti starfsdagurinn fyrir sumarfríið, en síðan verður opnað aftur fimmtudaginn 8. ágúst. Ákveðið hefur verið að rýma aðeins til í Kompunni þessa síðustu daga fyrir sumarleyfið og því er 25% afsláttur af öllum vörum út þessa viku.


Ekki er hægt að taka við vörum í húsnæði Kompunnar við Smiðjuvelli á meðan sumarleyfinu stendur.  Hins vegar er þeim sem vilja gefa vörur til nytjamarkaðarins bent á að Kompan er með gám á svæði Kölku í Helguvík. Þangað er hægt að koma með húsgögn og aðrar vörur sem fólk hefur áhuga á að gefa til Kompunnar og þá gildir auglýstur opnunartími gámaplansins hjá Kölku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum þakkar  Suðurnesjamönnum viðskiptin það sem liðið er af árinu og hlakkar til að mæta endurnært til starfa í ágúst að loknu sumarleyfi.