Sumarlegt í veðurkortunum
Á Garðskagavita voru norðan átta klukkan 9 og hiti 11.5 stig.
Klukkan 6 í morgun var víðast hæg norðlæg átt og bjart veður suðvestan og vestantil. Annars var skýjað að mestu og þoka og sums staðar súld norðan- og austanlands. Hiti var frá 5 stigum nyrst upp í 12 stig syðst á landinu.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-8 m/s, en norðvestan 10-13 á annesjum síðdegis. Hiti 12 til 19 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðlæg vindátt, víða um 5 m/s. Léttskýjað suðvestan og vestanlands en annars skýjað og þokuloft norðantil, einkum við sjávarsíðuna. Dálítil súld eða rigning austantil, eiknum síðar í dag og í kvöld. Hiti 14 til 20 stig til landins en mun svalara við norður- og austurströndina.