Sumarið heldur áfram í dag
Sumarið heldur áfram á Suðurnesjum í dag. Hitinn getur farið í 16 gráður á Keflavíkurflugvelli í dag, 14 gráður á Garðskaga og þá nær hitinn einnig 14 gráðum í Grindavík.
Norðaustan 5-10 og léttskýjað við Faxaflóa í dag en fremur hæg suðvestanátt seinnipartinn og þykknar upp. Hæg vestlæg átt á morgun, skýjað með köflum og skúrir síðdegis. Hiti 10 til 18 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Breytileg átt 3-5 m/s og þykknar upp þegar líður á morguninn. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og stöku skúrir S-til, en bjart nyrðra. Hiti 10 til 17 stig, en 7 til 11 austanlands.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hægviðri, stöku skúrir og 8 til 13 stiga hita.