Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarið er komið
Sólin að setjast í Keflavík að kvöldi 31. maí. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 1. júní 2015 kl. 09:44

Sumarið er komið

Norðaustan 8-15 m/s og léttskýjað við Faxaflóa í dag. Hiti 6 til 13 stig. Skýjað á morgun og heldur svalara.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 3-10 m/s og léttskýjað. Hiti 7 til 13 stig. Norðan 8-13 á morgun og skýjað með köflum. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðan 5-13 m/s með rigningu N-til á landinu og sums staðar slyddu inn til landsins. Lægir seinnipartinn og dregur úr úrkomu. Hægari austanátt um um landið S-vert og bjartviðri framan af degi, en skúrir syðst þegar líður á daginn. Hiti 1 til 6 stig norðantil, en allt að 12 stig sunnantil.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Skúrir eða dálítil rigning í flestum landshlutum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á SV-landi.

Á sunnudag:
Líkur á vestlægri átt með súldarlofti við vesturströndina en þurru og björtu veðri fyrir austan. Heldur hlýnandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024