Fréttir

Sumarið er bara á dagatalinu
Föstudagur 24. apríl 2015 kl. 08:49

Sumarið er bara á dagatalinu

Norðan og norðaustan 5-13 m/s og víða léttskýjað við Faxaflóa í dag, en líkur á smá éljum af og til. Heldur hægari í kvöld og á morgun. Hiti um frostmark, en næturfrost.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur um norðan og austanvert landið en bjartviðri sunnan og suðvestantil. Kalt í veðri, frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust við S-ströndina yfir daginn.

Á miðvikudag:
Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og lítilsháttar skúrir eða él vestantil en styttir upp og léttir til norðan og austanlands. Hiti 0 til 4 stig vestantil, annars 0 til 5 stiga frost.

Á fimmtudag:
Norðvestlæg átt. Lítilsháttar él við norðurströndina annars skýjað með köflum en úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024