Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarhús brann til kaldra kola á Vatnsleysuströnd
Sunnudagur 17. ágúst 2003 kl. 01:32

Sumarhús brann til kaldra kola á Vatnsleysuströnd

Sumarhús nærri Auðnum á Vatnsleysuströnd varð eldi að bráð á tólfta tímanum í kvöld. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn stóð húsið í björtu báli, allar rúður sprungnar út og ljóst að ekki tækist að bjarga sumarhúsinu. Bifreið var í heimreiðinni að húsinu og óttuðust menn í fyrstu að einhver kynni að vera í húsinu. Fljótlega fengust upplýsingar um að sumarhúsið ætti landskunnur tónlistarmaður og hann væri ekki í húsinu.Hann kom á staðinn eftir miðnættið og var mjög brugðið, enda sumarhúsið þá rústir einar og lítið eftir nema að slökkva í síðustu glæðunum. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins en eldsupptök eru óljós þegar þetta er skrifað. Slökkvistarfi var að ljúka nú á öðrum tímanum í nótt.

Myndin: Frá brunavettvangi skömmu eftir miðnætti. Þá var sumarhúsið brunnið til kaldra kola en það var ljóst frá því að slökkviliðið kom á staðinn að ekki tækist að bjarga húsinu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024