Sumarhátíð BYKO á laugardag
Verslunin BYKO í Keflavík fagnar sumri nk. laugardag frá kl. 13-15. Að því tilefni er íbúum Reykjanesbæjar boðið í grillveislu við verslunina en boðið verður upp á pylsur og gos og ís frá Kjörís. Börnin fá óvæntan glaðning og á svæðinu verða leiktæki frá Sprell, þ.e. hoppukastali og trampólín.






