Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarhátíð á leikskólanum Holti
Mánudagur 13. júní 2005 kl. 22:40

Sumarhátíð á leikskólanum Holti

Nýlega var haldin sumarhátíð á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ. Þar var boðið upp á grillaðar pylsur, andlitsmálningu og foreldrafélagið bauð sérstaklega upp á hoppkastala.

Kennarar á Holti sýndu svo leikritið Snuðru og Tuðru við góðar undirtektir og ekki síður hjá foreldrum en hjá börnunum.

Farið var í skrúðgöngu upp og niður nærliggjandi götu. Skemmtu börnin sér ótrúlega vel eins og sjá má á myndum í myndasafni Víkurfrétta.

Hægt er að skoða myndasafnið hér
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024