Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur
Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur í gær með skrúðgöngu skátafélagsins Heiðabúa en að henni lokinni tók við sumarmessa í Keflavíkurkirkju þar sem ungir skátar voru vígðir. Lúðrasveit B Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék í fyrsta sinn í skrúðgöngunni og stóð sig með mikilli prýði en sveitina skipa yngri nemendur á blásturshljóðfæri.
Að lokinni hátíðarmessu var boðið upp á leiki í Reykjaneshöllinni í umsjón skáta þar sem m.a. var hægt að taka þátt í keppni um kassaklifur. Að auki bauð Moby Dick, hvalaskoðunarferðir gestum sínum helmingsafslátt af hvalaskoðunarferðum í tilefni dagsins.
Þeir sem vildu taka létta sveiflu í tilefni sumars mættu á veitingahúsið Ránna þar sem Harmóníkufélagið bauð upp á sinn árlega harnónikudansleik.
Í tilefni af sumardagsins buðu ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurnesjum íbúum að kynna sér það helsta sem í boði er á svæðinu og var t.a.m. frítt í söfn og ýmis tilboð s.s. afsláttur á aðgangseyri í Bláa lónið, Go-Kart, hvalaskoðun og af hádegisverðaseðli hjá Kaffi Duus.
Mynd: fengin af vef Reykjanesbæjar. Úr skrúðgöngunni í gær