Sumarbyrjun verður hrollköld
Suðvestan 8-15 og él við Faxaflóa í dag. Hægari og rigning eða slydda í kvöld og nótt. Vestlæg átt 5-13 á morgun og skýjað með köflum. Hiti 0 til 6 stig, en heldur hlýrra á morgun.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s, en víða 10-15 síðdegis. Víða él og vægt frost, en úrkomulítið S-lands og frostlaust þar að deginum.
Á föstudag og laugardag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en lengst af þurrt og bjart veður á S- og SV-landi. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt S-lands. Frostlaust við S-ströndina, annars víða 0 til 5 stiga frost.