Sumarblað Víkurfrétta fær frábær viðbrögð
Sumarblað Víkurfrétta hefur fengið frábær viðbrögð. Blaðinu var dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum í gær og í dag og einnig er hægt að nálgast blaðið á öllum OLÍS-bensínstöðvum hringinn í kringum landið og einnig hjá ESSÓ á Akureyri.Í blaðinu er fjallað um sumarið á Suðurnesjum 2000 og hvað er í boði í öllum sveitarfélögum svæðisins.Fjölmargir hafa hringt til okkar og lýst yfir ánægju sinni með framtakið.