Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Fréttir

Miðvikudagur 17. nóvember 1999 kl. 23:13

SÚLUMÁLIÐ Í SALT

Súlumáið fræga ætlar engan endi að taka. Til stóð að fjalla um úrskurð úrskurðarnefndar áfengismála á bæjarstjórnarfundi í fyrradag en vegna formgalla var því frestað um tvo daga. Málið verður tekið fyrir kl. 17. í dag. Úrskurður nefndarinnar er á þann veg að bæjarstjórn skuli veita Jóni fullt áfengisveitingaleyfi en ekki takmarkað. Jón M. Harðarson mætti á fundinn og beið í tvær klukkustundir eftir að málið yrði tekið fyrir. Eftir alla biðina kom í ljós að úrskurðurinn hafði ekki farið rétta boðleið. Hann hefði átt að berast bæjarstjórn Reykjanesbæjar með formlegum hætti en Böðvar Jónsson (D) fékk hann hins vegar sendan persónulega á faxi síðdegis á mánudaginn. Jóhann Geirdal (J) benti forseta bæjarstjórnar Skúla Þ. Skúlasyni á þennan formgalla og ákveðið var að fresta málinu um tvo daga.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25