Súld sunnanlands í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan og austan 8-13 m/s sunnan- og vestanlands og dálítil súld með köflum. Hægt vaxandi austanátt annars staðar, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Austan 5-13 í kvöld, hvassast við ströndina norðan- og sunnantil. Víða rigning sunnanlands í kvöld og einnig norðanlands í nótt. Suðaustan 8-13 á morgun, en 13-18 á suðvesturhorninu eftir hádegi. Rigning um mest allt land, síst þó á Norðurlandi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðanlands á morgun.