Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld í dag
Miðvikudagur 7. júlí 2004 kl. 09:16

Súld í dag

Klukkan 6 var suðvestlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu, en mun hægari og víða bjart austan til. Hiti var 6 til 13 stig, svalast á Austfjörðum.

Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld um vestanvert landið framan af morgni, en síðan hægari og styttir upp. Suðlæg eða breytileg átt, 3-5 og skýjað með köflum austan til og sums staðar dálítil rigning undir hádegi. Suðvestlæg átt, 3-8 og léttir smám saman til síðdegis, fyrst vestan til. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast norðaustanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024