Súld eða rigning í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir suðaustan 3-8 m/s og súld eða rigingu með köflum. Hiti 4 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag og mánudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað og dálítil væta sunnan- og vestantil á landinu, en annars þurrt að mestu. Hiti 5 til 10 stig, en 1 til 7 stig norðaustan- og austanlands.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Sunnan- og suðaustan 3-10 m/s. Vætusamt vestantil á landinu en annars úrkomulítið. Hiti 2 til 8 stig.
Af www.vedur.is