Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Súld eða rigning í dag
Mánudagur 1. nóvember 2004 kl. 09:32

Súld eða rigning í dag

Klukkan 6 var suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Léttskýjað austanlands, annars skýjað að mestu og sums staðar súld eða rigning suðvestan- og vestanlands. Kaldast var 5 stiga frost á Miðfjarðarnesi, en hlýjast 9 stiga hiti suðvestantil.

Vaxandi suðaustanátt, víða 10-18 m/s undir hádegi og rigning eða súld, en hægari norðaustantil fram á kvöld og úrkomulítið. Talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld. Heldur hægari suðlæg átt og skúrir vestantil á landinu í nótt. Suðvestan 5-10 á morgun og rigning suðaustan- og austanlands, en annars skúrir. Hlýnandi veður, hiti 4 til 10 stig síðdegis og á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024