Súld eða rigning í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og síðar suðaustan 5-10 m/s og skýjað, en dálítil rigning eða súld sunnan- og austan til er líður á morguninn. Norðaustan 8-13 og rigning vestan til síðdegis, en annars þokuloft eða dálítil súld. Suðaustan 8-13 m/s á morgun og víða rigning eða súld með köflum, en léttir til á Norðurlandi. Hiti 5 til 12 stig að deginum.