Súlan krumpuð en sjófær
Betur fór en á horfðist þegar síldarskipið Súlan EA strandaði á leið sinni út úr Grindavíkurhöfn í morgun. Skemmdir urðu óverulegar og áhöfn skipsins 13 menn, sakaði ekki.
Stýrisbúnaður virðst hafa bilað með þeim afleiðingum að Súlan, með fulfermi af síld, um 900 tonn innanborðs, steytti á botninum rétt utan við innsiglinguna um kl. 10 í morgun.
Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík brugðust skjótt við og voru komnir á vettvang innan nokkurra mínútna og björgunarbáturinn Oddur V Gíslason kom taug í Súluna.
Óskar lýsir atburðarás
Kafari fór niður að skrokk Súlunnar til að athuga með skemmdir en við skoðun reyndist botninn lítillega marinn og einungis fundust tvö lítil göt sem auðvelt reyndist að þétta.
Nú rétt fyrir kvöldmat var búist við því að Súlan héldi áfram á leið sinni í heimahöfn á Neskaupsstað.
- sjá nánar í vefsjónvarpi Víkurfrétta!
Stýrisbúnaður virðst hafa bilað með þeim afleiðingum að Súlan, með fulfermi af síld, um 900 tonn innanborðs, steytti á botninum rétt utan við innsiglinguna um kl. 10 í morgun.
Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík brugðust skjótt við og voru komnir á vettvang innan nokkurra mínútna og björgunarbáturinn Oddur V Gíslason kom taug í Súluna.
Óskar lýsir atburðarás
Kafari fór niður að skrokk Súlunnar til að athuga með skemmdir en við skoðun reyndist botninn lítillega marinn og einungis fundust tvö lítil göt sem auðvelt reyndist að þétta.
Nú rétt fyrir kvöldmat var búist við því að Súlan héldi áfram á leið sinni í heimahöfn á Neskaupsstað.
- sjá nánar í vefsjónvarpi Víkurfrétta!