Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skrifstofur Súlunnar verða í Gömlu búð
Gamla búð í forgrunni. Duus Safnahús í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 19. ágúst 2019 kl. 11:20

Skrifstofur Súlunnar verða í Gömlu búð

Bæjarráð Reykjanesbæjar gerir ekki athugasemdir við að ákveðið hefur verið að nýta Gömlu búð alfarið undir starfsemi Súlunnar, verkefnastofu atvinnu-, menningar- og markaðsmála.

Unnið hefur verið að endurbyggingu hússins undanfarin ár og sér nú fyrir endan á þeirri framkvæmd. Menningarfulltrúi og verkefnastjóri menningarmála hafa báðar haft vinnuaðstöðu í húsinu um tveggja ára skeið og er þetta eðlilegt framhald á því skrefi sem þá var stigið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórdís Ósk Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Súlunnar; verkefnastofu menningar-, atvinnu- og markaðsmála Reykjanesbæjar. Hún mun hefja störf með haustinu.

Gamla búð verður opin og til sýnis fyrir almenning á Ljósanótt.

Þórdís Ósk Helgadóttir.