Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvesturlínur: Verulega neikvæð áhrif, segir Skipulagsstofnun
Fimmtudagur 17. september 2009 kl. 17:36

Suðvesturlínur: Verulega neikvæð áhrif, segir Skipulagsstofnun


Skipulagsstofnun telur að heildaráhrif fyrirhugaðra framkvæmda við Suðvesturlínur verði verulega neikvæð með tilliti til umhverfisþátta. Stofnunin telur að neikvæðustu áhrifin verði sjónræn og áhrif á landslag og þar með einnig á útivist og ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýútkomnu álti Skiipulagsstofnunar vegna Suðvesturlína.

Um er að ræða umfangsmikla framkvæmd þar sem fyrirhugað er að reisa 500 ný möstur og leggja milli 180 og 190 km af loftlínum og um 50 km af jarðstrengjum. Áhrifasvæði línanna mun ná frá Hellisheiði til vestasta hluta Reykjanesskaga og þær munu liggja á löngum köflum um hverfisverndarsvæði, svæði sem eru á náttúruminjaskrá og fólkvanga, stofnaða sérstaklega til útivistar og geta framkvæmdirnar rýrt gildi þessara svæða til útivistar, segir í áliti Skipulagsstofnunar.

„Jafnframt liggja línurnar á köflum í grennd við fjölförnustu þjóðvegi landsins, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Þó að ljóst sé að það er jákvætt að tæplega 100 km af núverandi línum verða fjarlægðar þá eykst umfang raforkulína og mastra talsvert miðað við núverandi aðstæður þegar á heildina er litið.

Fyrirhugaðar háspennulínur verða lagðar um mosagróin nútímahraun, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, á meirihluta línuleiðarinnar frá Hellisheiði út á Reykjanes. Skipulagsstofnun telur að þegar litið er til heildaráhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á jarðmyndanir og gróður verði áhrifin talsvert neikvæð þar
sem nútímahraun munu raskast á óafturkræfan hátt á alls tæplega 30 ha landssvæði og nútímahraun eins og um er að ræða á áhrifasvæði framkvæmdanna, þekja lítinn hluta jarðar og sá gróður sem þar vex því frekar fátíður,“ segir m.a. í áliti stofnunarinnar.

Athygli vekur að álit Skipulagsstofnunar gengur í berhögg við það sem fram kemur í meginniðurstöðum frummatsskýrslu Landsnets.

Sjá hér

Álit Skipulagsstofnunar má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024