Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvestanátt og þokusúld
Mánudagur 19. nóvember 2007 kl. 09:33

Suðvestanátt og þokusúld

Það verður suðvestan 5-10 og þokusúld við Faxaflóann í dag. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestan og síðar vestan 10-15 á morgun. Rigning í fyrramálið, en skúrir eða él og kólnandi veður síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðvestlæg og síðar breytileg átt. Bjartviðri og frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum en frostlaust við vesturströndina.

Á föstudag:
Allhvöss suðaustanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnandi veður.

Á laugardag:
Norðan 10-15 og slydda eða snjókoma norðan- og austanlands en léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Snýst líklega í suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu SV-lands og hlýnandi veðri.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024