Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvestanátt með vætu
Föstudagur 31. október 2008 kl. 09:25

Suðvestanátt með vætu

Veðurspá fyrir Faxaflóla næsta sólarhringinn: Suðvestan 10-18 m/s. Rigning með köflum nærri hádegi, þurrt að kalla á morgun. Hiti 3 til 8 stig í dag en heldur svalara á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Suðaustan 10-18 m/s og rigning sunnan og vestantil á landinu, en heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Suðvestlægari um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig, svalast norðaustanlands.

Á mánudag:
Stíf suðvestanátt og skúrir eða slydduél á vestanverðu landinu en þurrt norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Sunnan- og suðaustanátt og rigning á sunnanverðu landinu en úrkomulitið á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024