Suðvestan hvassviðri eða stormur í dag
Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi í dag við Faxaflóa, 15-23 m/s með hagl- eða slydduéljum og snarpar vindhviður við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
Gul veðurviðvörun tekur gildi við Faxaflóa núna kl. 10 og gildir til kl. 15 á morgun, 24. maí.
Gert er ráð fyrir að flugsamgöngur geti raskast og hefur Isavia hvatt ferðafólk til að fylgjast vel með á vefsíðu flugvallarins.