Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvestan 10-18 m/s með éljum í nótt
Mánudagur 28. febrúar 2011 kl. 09:13

Suðvestan 10-18 m/s með éljum í nótt

Snýst í suðvestan 13-20 m/s með skúrum og síðar éljum S- og V-lands þegar kemur fram á morguninn, en sunnan hvassviðri austast á landinu fram að hádegi og talsverð rigning suðaustanlands. Léttir til NA-lands síðdegis. Kólnandi veður, fyrst vestantil. Lægir heldur og dregur úr éljum á morgun, en fer að rigna sunnanlands síðdegis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Suðvestan 10-18 m/s með éljum þegar kemur fram á morguninn og hiti 0 til 4 stig. Lægir heldur síðdegis á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 10-18 m/s með éljum þegar kemur fram á morguninn og hiti 1 til 4 stig. Lægir heldur síðdegis á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:

Norðvestan 10-18 m/s og él, en 18-23 um tíma um landið austanvert. Lægir þegar líður á daginn og styttir að mestu upp. Vaxandi sunnanátt með slyddu eða rigningu vestantil um kvöldið. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:
Suðvestan og vestan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 6 stig.

Á föstudag:
Hvöss vestlæg átt, en hægari þegar líður á daginn. Dálítil él og kólnandi veður.

Á laugardag:
Vaxandi suðlæg átt með slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri.