Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðvestan 10-15 á morgun og skúrir
Þriðjudagur 13. mars 2007 kl. 09:24

Suðvestan 10-15 á morgun og skúrir

Á Garðskagavita voru VSV 5 og 4.5 stiga hiti kl. 9
Klukkan 6 í morgun  var norðvestanátt, 5-14 m/s, hvassast austantil. Él víða norðanlands, en annars bjart með köflum. Kaldast var 3 stiga frost á Patreksfirði, en hlýjast 5 stiga hiti á Teigarhorn.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestlæg átt, 3-8 og smáslydduél. Suðaustan 10-18 og rigning síðdegis. Suðlægari seint í kvöld en suðvestan 10-15 á morgun og skúrir. Hiti 1 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg vestlæg átt og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna síðdegis suðvestantil. Suðaustan 10-18 í kvöld og rigning eða slydda. Suðvestan 10-15 og skúrir V-lands upp úr miðnætti. Suðvestan 8-15 á morgun, skúrir S- og V-lands en léttir til N- og A-lands. Hiti yfirleitt 0 til 7 stig.


Mynd: Séð yfir Grænás til Miðnesheiðar. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024