Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurstrandarvegur opnaður formlega - kostaði 3 milljarða
Föstudagur 22. júní 2012 kl. 10:22

Suðurstrandarvegur opnaður formlega - kostaði 3 milljarða

Suðurstrandarvegur var formlega opnaður í gær með hefðbundinni borðaklippingu sem innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson sinnti ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra. Athöfnin fór fram rétt austan vegamótanna við Krýsuvíkurveg.
Vegurinn er 57 km langur frá Grindavík í vestri að Þorlákshöfn í austri. Liggur hann um þrjú sveitarfélög en þau eru Grindavík, Hafnarfjarðarbær og sveitarfélagið Ölfus.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að framkvæmdin hafi verið í undirbúningi frá árinu 1996 og markmið hennar sé að byggja upp varanlega og örugga vegtenginu milli Suðurlands og Suðurnesja til hagsbóta og öryggis fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðunum. Áætlaður heildarkostnaður er rétt tæpir 3 milljarðar króna uppreiknað til verðlags í dag.

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík og Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur og núverandi bæjarstjóri Ölfus við opnunina.