Suðurstrandarvegur í útboð á þessu ári
Nýlegar ályktanir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesum og Suðurlandi, auk bæjarstjórnar Grindavíkur um Suðurstrandaveg, virðast hafa hreyft við samgönguyfirvöldum, því samgöngunefnd hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að fjárveiting til vegarins verði aukin í 750 milljónir króna á næstu tveimur árum. Með því yrði vegurinn akfær allri umferð. Þetta þýðir að vegurinn verði boðinn út á þessu ári og framkvæmdir hefjist á næsta ári.
Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa löngum lagt þunga áherslu á það við ríkisvaldið að staðið yrði við þau loforð sem gefin voru við breytta kjördæmaskipan 1999 um gerð Suðurstrandavegar. Ný samgönguáætlun gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 400 milljónum til vegarins til ársins 2012.
Bæjarstjórn Grindavíkur, SSS og SASS, sendu frá sér ályktanir nýverið þar sem minnt var þessi loforð.
Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa löngum lagt þunga áherslu á það við ríkisvaldið að staðið yrði við þau loforð sem gefin voru við breytta kjördæmaskipan 1999 um gerð Suðurstrandavegar. Ný samgönguáætlun gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 400 milljónum til vegarins til ársins 2012.
Bæjarstjórn Grindavíkur, SSS og SASS, sendu frá sér ályktanir nýverið þar sem minnt var þessi loforð.