Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurstrandarvegur: Framkvæmdum flýtt
Þriðjudagur 10. júlí 2007 kl. 12:14

Suðurstrandarvegur: Framkvæmdum flýtt

Framkvæmdum við Suðurstrandarveg milli Grindavíkur og Þorlákshafnar verður flýtt, samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneyti, og er gert ráð fyrir að veita rúmlega 1400 milljónum til framkvæmda árin 2008 til 2010 þegar framkvæmdum skal lokið. Þetta er liður í mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna skerðingar á aflaheimildum í þorski.

Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdum myndi ljúka á árunum 2015 til 2018. Endurgerð Suðurstrandarvegar hefur lengi verið eitt af stærstu baráttumálum Grindvíkinga þar sem vegurinn tryggir bættar samgöngur inn á Suðurland m.a. með sjávarafurðir.

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að sagði að bæjaryfirvöld fögnuðu því að sjálfsögðu að framkvæmdum hafi verið flýtt. „Við erum búin að berjast fyrir þessu í mörg ár því þetta var eitt af skilyrðunum fyrir kjördæmabreytingunni á sínum tíma. Framkvæmdirnar áttu ekki að hafa áhrif á aðrar framkvæmdir á svæðinu, en síðan var þessu frestað hvað eftir annað.“

Ólafur segir að vegurinn eigi eftir að skipta miklu þar sem bæjarfélagið, fyrritæki og einstaklingar í Grindavík séu að missa gríðarlegar tekjur. Hann vil ennfremur að stjórnvöld geri úttekt á höfnum landsins og hvernig hægt sé að bregðast við rekstrarvanda þeirra því margar séu reknar með bullandi tapi sem skáni vart við skerðingu aflaheimilda.

VF-myndir úr safni - Seinni myndin sýnir ástandið á veginum þegar ljósmyndari VF átti þar leið um fyrir skemmstu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024