Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurstrandarvegur ekki kláraður í ár
Þriðjudagur 18. ágúst 2009 kl. 10:31

Suðurstrandarvegur ekki kláraður í ár

- 15 km kafli stendur út af borðinu

Framkvæmdir við Suðurstrandarveg ganga vel og eru reyndar langt á undan áætlun og lýkur í haust. Aðeins á eftir að bjóða út 15 km kafla frá Krýsuvíkurvegi að Ísólfsskóla en nú er ljóst að hann verður ekki boðinn út í haust eins og til stóð.

Að sögn Svans Bajrnasonar, svæðisstjóra Suðursvæðis hjá Vegagerð ríkisins, getur hann engu svarað til um á þessari stundu hvenær þessi áfangi verður boðinn út. Í upphafi ársins stóð til að bjóða hann út nú í haust en það er ljóst að það verður ekki vegna niðurskurðar á fjármagni til vegamála og alls óljóst hvort það verður á næsta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haustið 2008 hófust framkvæmdir við 33 km kafla frá Þorlákshöfn að Krýsuvíkurvegi og ganga þær vel.

Verktaki Suðurstrandarvegar, þ.e. frá Krýsuvík að Þorlákshafnarvegi, er KNH efh.á Ísafirði. Kostnaðurinn við þennan kafla er um 700 milljónir króna.

Í verkefni sem grindvískir fjarnemendur unnu í haust í viðskiptafræði við HA um áhrif nýs Suðurstrandarvegar kom fram að lagning vegarins mun gjörbylta atvinnu- og mannlífi á Suðurlandi og Suðurnesjum, sérstaklega í Grindvík og Þorlákshöfn. Ferðaþjónusta mun eflast til mikilla muna því náttúruperlur leynast víða á svæðinu og betri samgöngur munu opna ýmsa nýja möguleika fyrir ferðamenn. Suðurstrandarvegur mun efla atvinnulífið og hafa í för með sér aukið flæði vinnuafls á milli þessara svæða og styrkja byggðirnar enn frekar.

Frá þessu er greint á www.grindavik.is