Suðurstrandarvegur: Bæjarfulltrúar sammála um legu vegarins
Á fundi á bæjarskrifstofunni þann 30.nóvember sl. kynntu fulltrúar vegagerðarinnar og höfundar nýs aðalskipulags í Grindavík hugmyndir um staðsetningu Suðurstrandarvegar og tengingar af veginum inn í þéttbýlið.
Fram kom að taka þarf tillit til margra ólíkra þátta þegar ákvarða skal legu vegarins. Öryggi, veðurskilyrði, náttúruvernd og nálægð við byggð eru meðal margra slíkra þátta. Mat á umhverfisáhrifum verður væntanlega lagt fram í febrúar og þá mun almenningur geta gert formlegar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Bæjarfulltrúar voru flestir hverjir mættir á fundinn og skiptust á skoðunum. Góð samstaða var á fundinum um heppilegustu legu vegarins og tengingu hans við Grindavíkurveg. Þegar endanleg hönnun liggur fyrir kemur málið aftur til umfjöllunar.
Fram kom að taka þarf tillit til margra ólíkra þátta þegar ákvarða skal legu vegarins. Öryggi, veðurskilyrði, náttúruvernd og nálægð við byggð eru meðal margra slíkra þátta. Mat á umhverfisáhrifum verður væntanlega lagt fram í febrúar og þá mun almenningur geta gert formlegar athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Bæjarfulltrúar voru flestir hverjir mættir á fundinn og skiptust á skoðunum. Góð samstaða var á fundinum um heppilegustu legu vegarins og tengingu hans við Grindavíkurveg. Þegar endanleg hönnun liggur fyrir kemur málið aftur til umfjöllunar.