Suðurstrandarvegar á lista yfir fyrirhuguð útboð
Seinni áfangi Suðurstrandarvegar, frá Ísólfsskála að Suðurstrandarvegi, er nú kominn á lista yfir fyrirhuguð útboð en um er að ræða 15 km kafla. Væntanlega verður útboðið auglýst innan fárra vikna að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.
Verkáfanginn sem nú er í vinnslu frá Ölfusi að Krýsuvík er um 30 km langur. Búið er að malbika um helming þess kafla en verklok eru áætluð 15. september á næsta ári.
VFmynd/elg - Ástand Suðurstrandavegar er oft ekki gott. Nýr vegur verður því mikil samgöngubót.