Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjaþátturinn á ÍNN kl. 21:30
Fimmtudagur 12. mars 2009 kl. 18:47

Suðurnesjaþátturinn á ÍNN kl. 21:30

Annar þáttur af Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta verður sendur út á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21:30. Í þættinum í kvöld verður púlsinn tekinn á sjómönnum við löndun í Grindavík. Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði var heimsótt í hljóðver. Rætt er við hljómsveitarmeðlimi um nýja plötu sveitarinnar sem væntanleg er í sumar. Þá fáum við að heyra tóndæmi af plötunni.

Sigga, stuðningsmaður nr. 1 hjá Grindavíkurkörfunni, er flutt úr Grindavík. Hvaða þýðingu hefur það fyrir stemmninguna á pöllunum í Grindavík. Leikfélag Keflavíkur frumsýnir hryllingssöngleikinn Hin illa dauðu á morgun, föstudaginn 13. ! Við sjáum atriði úr verkinu í þættinm í kvöld. Þá kíkjum við á Samkaupsmótið í körfubolta, þar sem yfir 800 börn komu við sögu. Síðast en ekki síst, þá kynnumst við Ragnheiði Erlínu Árnadóttur, sem sækist eftir 1. sætinu í Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum, en prófkjör flokksins fer fram um helgina.

ÍNN er á rás 20 á myndlykli Digital Íslands og á myndlykli  Símans. Þátturinn verður einnig aðgengilegur í fyrramálið hér á vf.is, auk þess sem hann verður sendur út á kapalkerfinu í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024