Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjastúlkurnar náðu ekki sæti
Laugardagur 21. maí 2005 kl. 12:19

Suðurnesjastúlkurnar náðu ekki sæti

Það var Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem var kjörin ungfrú Ísland árið 2005 í gær. Unnur er 21 árs gömul Reykjavíkurmær, alls tóku fimm þátttakendur frá Suðurnesjum þátt í keppninni þetta árið en þær náðu ekki sæti í keppninni.

Þær Petrúnella Skúladóttir, fegurðardrottning Suðurnesja 2005, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Harpa Gunnarsdóttir, Thelma Rut Tryggvadóttir og Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir voru fulltrúar Suðurnesja að þessu sinni.

Ingunn Sigurpálsdóttir, tvítug stúlka úr Garðabæ, varð í 2. sæti og Margrét Elísa Harðardóttir, 24 ára úr Reykjavík, varð í þriðja sæti keppninnar. Í 4.-5. sæti urðu Heiður Hallfreðsdóttir, 19 ára frá Hvalfjarðarstrandahreppi, og Kolbrún María Ingadóttir 21 árs úr Kópavogi.

VF-mynd/ Þorgils: Stúlkurnar fimm sem kepptu fyrir hönd Suðurnesja í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024