Suðurnesjamönnum fjölgaði um 6,6% í fyrra
Landsmönnum fjölgaði um 1,8% á síðasta ári. Hinn 1. janúar 2017 voru landsmenn 338.349 og hafði þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8%. Konum og körlum fjölgaði nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur.
Hlutfallslega varð mest fólksfjölgun á Suðurnesjum eða 6,6%. Mikil fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en íbúum þar fjölgaði um 3.259 í fyrra eða 1,5%. Einnig fjölgaði íbúum á Suðurlandi (2,1%), Norðurlandi eystra (1,1%) og Vesturlandi (1%), en minna á Norðurlandi vestra (0,4%) og Austurlandi (0,4%). Fólksfækkun var á Vestfjörðum, en þaðan fluttust 13 manns (0,2%) í fyrra.