Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn til friðargæslu í Kabúl
Fimmtudagur 26. ágúst 2004 kl. 09:58

Suðurnesjamenn til friðargæslu í Kabúl

Þrír ungir menn frá Suðurnesjum héldu af landi brott í gærmorgun og var ferðinni heitið til höfuðborgar Afganistan, Kabúl.
Þar munu þeir Ómar Þór Kristinsson, flugumferðastjóri, og slökkviliðsmennirnir Ragnar Hafsteinsson og Steinar Magnússon starfa á vegum Friðargæsluliðs NATO við ýmis skyldustörf á Kabúlflugvelli.

„Við erum alls fimmtán í þessum hópi sem erum að fara út núna og erum þrír héðan af svæðinu,“ sagði Ómar í samtali við Víkurfréttir.
„Við fórum til Noregs í þjálfun hjá hernum fyrir skömmu. Þar var okkur kennt ýmislegt m.a. í sambandi við notkun skotvopna. Svo förum við út til Osló og þaðan til Tyrklands og endum loks í Afganistan.“

Þeir verða úti allt fram í byrjun desember og segir Ómar að ekki sé laust við að farið sé að örla á spenningi. „Það er líka kominn svolítill kvíði í mann en við höfum verið í stöðugum samskiptum við strákana sem eru úti núna og vitum því hvað við erum að fara út í. Svo komum við heim passlega í jólasteikina!“
Myndin er tekin af þeim félögum er þeir voru við æfingar í Noregi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024