Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn storma á Austurvöll í kvöld
Mánudagur 4. október 2010 kl. 13:33

Suðurnesjamenn storma á Austurvöll í kvöld

Suðurnesjamenn virðast ætla að storma á Austurvöll við Alþingishúsið í kvöld og taka þátt í þeim mótmælum sem þar verða undir stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þetta má ráða bæði af Facebook-færslum og tölvupóstum sem ganga, þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum. Fólk er hvatt til að hafa með sér tunnur, potta og lúðra.

Suðurnesjamenn hafa svo sannarlega ástæðu til að láta í sér heyra en á Suðurnesjum er atvinnuleysið mest á landinu öllu. Þá mun 25 prósent skerðing á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja koma illa við Suðurnesjamenn og bæta enn á vanda atvinnulausra en búist er við að HSS þurfi að segja upp tugum starfsmanna vegna skerðingar á fjármunum til stofnunarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem ekki komast á Austurvöll í kvöld geta hins vegar mætt á opinn borgarafund í Stapa á fimmtudag sem Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi standa fyrir kl. 16:30 þann dag um atvinnumál á Suðurnesjum.