Suðurnesjamenn reykja fyrir 8 milljónir kr. á viku
Suðurnesjamenn reykja tóbak fyrir átta milljónir að jafnaði á viku. Tóbaksneysla hefur aukist undanfarið á Suðurnesjum, andstætt við það sem gerist annars staðar á landinu. Eyjólfur Eysteinsson, útibússtjóri ÁTVR í Reykjanesbæ staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir.Tóbakssala á Suðurnesjum er um átta milljónir króna á viku en var mun meiri í marsmánuði því sölutölur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins sýna tóbakssölu upp á 37 milljónir kr. Á sama tíma var áfengissala upp á 34 milljónir.
Að gefnu tilefni skal taka fram að tóbaksreykingar eru hættulegar heilsu manna.
Að gefnu tilefni skal taka fram að tóbaksreykingar eru hættulegar heilsu manna.