Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn í stórræðum á Suðurlandi
Sunnudagur 1. september 2002 kl. 16:05

Suðurnesjamenn í stórræðum á Suðurlandi

Nokkrir Suðurnesjamenn hafa staðið í stórræðum í Þjórsárdal á Suðurlandi nú eftir hádegið. Þar er byggð um 160 hjólhýsa og eftir að það skall á snælduvitlaust veður upp úr hádegi hafa sex manns verið að fergja lausa hluti og reynt að koma í veg fyrir tjón. Talsvert af fólki af Suðurnesjum á hjólhýsi í dalnum og er það hvatt til að huga að eigum sínum um leið og veðrið gengur niður.Bárður Bragason er einn þeirra sem í dag hefur verið að eltast við fortjöld og sólhúsgögn í Þjórsárdal. Hann sagði að í raun væri ekki við neitt ráðið en þeir sex aðilar sem væru á svæðinu reyndu að bjarga því sem hægt væri að bjarga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024