Suðurnesjamenn flestir gegn vegtollum
Suðurnesjamenn voru fjömennastir í undirskriftum gegn vegtollum en 30% þeirra sem skrifuðu nafn sitt á undirskriftalista FÍB voru frá Reykjanesi eða 4525 manns af rúmlega fjörutíu þúsund.
Það er greinilegt að þetta mál höfðar líka mikið til Sunnlendinga því þeir voru næst fjölmennastir á undirskriftalistanum eða 28%. Vestfirðingar virðast hins vegar ekki hafa miklar áhyggjur af vegtollum því aðeins 7% íbúa þar skrifuðu undir listann. Þegar bæjarfélög á Suðurnesjum eru skoðuð koma íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd með flestar undirskriftir eða 35% sem skilaði þeim í 2. sætið yfir allt landið en 31% íbúa í Reykjanesbæ skrifuðu nafn sitt á listann. Hveragerði var efst á listanum með 42%.
Skipting milli landshluta:
Höfuðborgarsvæðið 18,83%
Reykjanes 29,84%
Vesturland 19,88%
Vestfirðir 7,34%
Norðurland 7,01%
Austurland 8,09%
Suðurland 27,98%
Svona var hlutfallið meðal bæjarfélaga á Reykjanesi:
Vogar á Vatnsleysuströnd 35%
Reykjanesbær 31%
Grindavík 28,5%
Garður 23,5%
Sandgerði 25,4%