Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn fá afnot af skálanum í Leppistungum
Skálinn í Leppistungum. Ljósmynd: Hörður Birkisson
Fimmtudagur 7. nóvember 2013 kl. 08:34

Suðurnesjamenn fá afnot af skálanum í Leppistungum

Hrunamannahreppur og Suðurnesjadeild ferðaklúbbsins 4x4 skrifuðu í síðustu viku undir leigusamning en félagið mun taka við fjallaskálanum í Leppistungum. Frá þessu er greint á vefnum Sunnlenska.is.

Skálinn í Leppistungum var reistur 1987 en hann stendur við Kerlingará ofarlega á Hrunamannaafrétti.

Suðurnesjamennirnir hafa því fengið afnot af skálanum og stefna þeir á að byggja hann upp á næstu árum og gera aðstöðuna alla betri og skemmtilegri.

Í skálanum eru kojur fyrir 24, rennandi vatn, eldunaraðstaða, hesthús og hestagerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024