Suðurnesjamenn bólusettir við svínaflensu í Íþróttaakademíunni
Byrjað verður að bólusetja sjúklinga á Suðurnesjum í tilgreindum forgangshópum og þungaðar konur á Suðurnesjum við svínaflensu A(H1N1) mánudaginn 2. nóvember 2009. Bólusett verður í Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ.
Sjúklingar með tilgreinda „undirliggjandi sjúkdóma“ og þungaðar konur eiga að hafa samband við heilsugæslu HSS og panta tíma fyrir bólusetninguna í síma 422-0600.
Ætla má að það taki um fjórar vikur að bólusetja nefnda hópa fólks með “undirliggjandi sjúkdóma” og þungaðar konur á landinu öllu. Í framhaldinu verður almenningi boðin bólusetning og verður það auglýst sérstaklega í nóvember næstkomandi.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auglýsir bólusetninguna í Víkurfréttum í dag og þar eru nánari upplýsingar um bólusetningu við svínaflensu.