Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamagasín á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 17:11

Suðurnesjamagasín á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld

30 mínútna Suðurnesjaþáttur Víkurfrétta kl. 21.30

Háskólasamfélag, pólitík, menning og íþróttir verða meðal málefna í sérstökum sjónvarpsþætti sem Víkurfréttir hafa unnið að síðustu daga og verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld kl. 21.30.

Að sögn Páls Ketilssonar, ritstjóra VF verða tveir prufuþættir á dagskrá ÍNN, í kvöld og næsta fimmtudagskvöld 12. mars og báðir kl. 21.30. Ástæðuna fyrir þessari tilraun sé sú staðreynd að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa þurft að skera niður kaup á sjónvarpsefni frá VF í kreppunni en Víkurfréttir hafa m.a. sinnt fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 frá 1993. Í ljósi þessa ástand kom upp hugmynd að fá pláss hjá ÍNN sem er opin stöð og aðgengileg á Digital Íslandi og Breiðbandi Símans.

Í þættinum í kvöld verður rætt við Runólf Ágústsson, framkvædastjóra háskólafélagins Keilis um gang mála í gömlu herstöðinni. Einnig verður rætt við Skúla Thoroddsen, en hann býður sig fram í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina. Litið er á æfingu hjá Taikvando deild Keflavíkur og spjallað við fjölskyldu sem æfir og keppir í sportinu. Þá er litið inn á æfingu hjá leikfélagi Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja en það frumsýnir Sódómu um helgina.

Stutt fréttayfirlit er einnig í þættinum þannig að búast má við fjölbreyttni og skemmtilegheitum í þessum fyrsta Suðurnesjaþætti sem hefur fengið nafnið „Suðurnesjamagasín".

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta og umsjónarmaður með Suðurnesja-magasíni á ÍNN. Myndin er tekin í Kaffitári en þar voru kynningar í fyrsta þættinum teknar. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson