Suðurnesjamagasín á dagskrá í kvöld
Suðurnesjamagasín er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar í kvöld. Þátturinn er frumsýndur kl. 20:00 og svo endursýndur kl. 22:00.
Í þætti vikunnar höldum við áfram að ræða við Ásgeir Margeirsson, forstjóra HS Orku, um orkumál. Virkjun á Vestfjörðum kemur til tals og rafbílavæðing. Í þættinum förum við einnig á leik með gömlum knattspyrnukempum í Keflavík og kynnum okkur flugnám í samvinnu Keilis og Icelandair.
Þátturinn verður frumsýndur á Hringbraut kl. 20:00 en kl. 20:30 verður þátturinn aðgengilegur hér á vef Víkurfrétta og á fésbókarsíðu Víkurfrétta.