Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamagasín á dagskrá Hringbrautar í kvöld
Fimmtudagur 26. janúar 2017 kl. 10:43

Suðurnesjamagasín á dagskrá Hringbrautar í kvöld

— nýr sýningartími kl. 20:00 og 22:00 í kvöld

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld. Þátturinn verður sýndur kl. 20:00 og aftur kl. 22:00.
 
Í þætti vikunnar skoðum við atvinnutækifæri við Keflavíkurflugvöll en KADECO og ISAVIA stóðu á dögunum fyrir fundi þar sem m.a. var rætt um aukna möguleika í flutningi á ferskum fiski á erlenda markaði með fjölgun áfangastaða flugfélaganna og auknu flutningsrúmi með stærri flugvélum.
 
Við skoðum einnig stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en þar er nú unnið við nýja 7000 fermetra viðbyggingu og þá er unnið að endurnýjun á 2000 fermetra plássi í eldra rými.
 
Skokk og hlaup eru einnig á dagskrá þáttarins sem og lýðheilsa í Reykjanesbæ.
 
Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18. Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22. Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024