Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnesjamaður með byltingar í fiskeldi
Fimmtudagur 12. maí 2005 kl. 10:39

Suðurnesjamaður með byltingar í fiskeldi

Ungur Suðurnesjamaður, Jón að nafni, er á heimleið frá Svíþjóð þar sem hann hefur dvalið síðustu 25 ár og er óhætt að segja að hann hafi ýmislegt í farteskinu. Hann hefur undanfarin 15 ár verið að vinna að fjölmörgum nýsköpunarhugmyndum einkum varðandi fiskeldi og aðferðarfræði við hana. Telur hann sig m.a. hafa nokkur atriði sem gætu haft afgerandi fjárhagslega afkomugetu hverrar stöðvar bæði í ferskfiskeldi og sjávarfiskeldi.

Verk hans hafa fengið góð viðbrögð erlendis og hefur hann nú þegar fundið aðila erlendis sem eru tilbúnir að leggja töluverðar fjárhæðir í þróun hugmyndanna. Í samtali við víkurfréttir sagðist hann málið þó ekki í höfn. „ Skilyrði þau sem fylgja þessu fé eru náttúrulega þau að ég geti mætt þessu með einhvers konar fyrirtæki og fjárhagsstöðu heimavið. Ég er kominn með fjárfestingar, tryggingar og hugmynd en engan samastað fyrir framkvæmdina né þá nauðsynlegu liði fyrirtækjastofnunar sem nauðsyn er á, þ.e. félaga og stjórn. Nú vona ég að einhverjir aðilar sjái sér leik á borði og áhuga til viðræðna um samstarf. Ég set engin skilyrði fyrir slíkum viðræðum né krefst loforða.“ Jón vill ekki gefa upp fullt nafn sitt að svo stöddu, en bíður eftir því að málin komist lengra á leið áður en hann stígur fram.

Jón er að vinna að fleiri nýsköpunarhugmyndum meðal annars um vatnshreinsikerfi fyrir orkuvana umhverfi, breiðari notkun á salti og túlkasköpun fyrir vef og heimasíðugerð sem auðvelda að mun bæði sköpun og viðhald í slikri vinnu að sögn Jóns að ógleymdri mikilli kostnaðarlækkun.

Jón segir að ástæða þess að hann sjái ekki um málin alfarið sjálfur sé einföld. Hann hafi hvorki fjármagn né nægilega kunnáttu til að reka fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Hann vonist því til að áhugasamir aðilar sjá sér leik á borði og setji sig í samband við hann. Áhugasamir geta snúið sér til Víkurfrétta sem koma ábendingum eða fyrirspurnum áfram.

[email protected]

Myndin tengist málinu ekki

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024