Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjalögregla fær nýjan bíl
Fimmtudagur 5. ágúst 2010 kl. 13:47

Suðurnesjalögregla fær nýjan bíl

Í dag fer nýr lögreglubíll í umferð hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Bíllinn er af tegundinni Hyundai Santa Fe. Í honum er hefðbundinn og fullkominn búnaður til umferðareftirlits, svo sem radar, mynd- og hljóðupptökutæki, Tetra ferilvöktunar- og staðsetningartæki ásamt öðrum búnaði lögreglunnar. Er vonast til að bíllinn reynist vel við þær aðstæður sem lögreglumenn í umdæminu starfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024