Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjafólk skipa efstu sæti Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi
Arnbjörn Ólafsson og Jasmina Crnac, sem sitja í efstu sætum listans í Suðurkjördæmi.
Þriðjudagur 3. október 2017 kl. 09:26

Suðurnesjafólk skipa efstu sæti Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum á fjölmennum fundi síðdegis í gær. Efstu sæti listans í Suðurkjördæmi eru skipuð af Suðurnesjafólki en Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi, leiðir flokkinn í kjördæminu. Á eftir henni er Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis, og sú þriðja er Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri. Í fjórða og fimmta sæti kjördæmisins eru þær Guðfinna Gunnarsdóttir og Eyrún Björg Magnúsdóttir, en báðar eru þær framhaldsskólakennarar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024