Suðurnesjabúum fjölgar hlutfallslega mest
Íbúar Reykjanesbæjar voru 23.250 talsins þann 1. nóvember og hefur fjölgað um 1.252 frá því í desember 2022. Það gerir 5,7% íbúafjölgun á tímabilinu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá sem birtir mánaðarlegt yfirlit yfir mannfjölda í hverju sveitarfélagi landsins.
Íbúar Grindavíkur voru 3.719 talsins þann 1. nóvember. Fjölgunin er 58 manns frá því í desember í fyrra eða 1,6%
Í Suðurnesjabæ eru íbúar orðnir 4.048. Fjölgunin er 139 manns frá 1. desember í fyrra eða 3,6%.
Hlutfallslega mesta fjölgunin er í Sveitarfélaginu Vogum. Íbúar eru 1.553 og hefur fjölgað um 159 á tímabilinu eða 11,4%.
Íbúum fjölgar í öllum landshlutum miðað við 1. desember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.608 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 10.595 frá 1. desember 2022 til. 1. nóvember 2023 sem er um 2,7%.