Fréttir

Suðurnesjabær verður nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi
Laugardagur 3. nóvember 2018 kl. 21:47

Suðurnesjabær verður nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi

Suðurnesjabær hlaut 75% atkvæða í nafnakönnun á nýtt sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs. Kosið var á milli þriggja nafna og gefið út að helmingsþátttaka þyrfti að vera til kosningin yrði bindandi sem varð ekki.

Rúmlega 933 manns eða 34,4% mættu á kjörstað en 2709 manns voru á kjörskrá.


Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar sagði að miðað við að svona margir af þeim sem kusu hafi viljað þetta nafn yrði það staðfest á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Sú niðurstaða yrði síðan send ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurði Inga Jóhannssyni sem myndi vonandi staðfesta það fljótlega.

Hilmar Bragi Bárðarson, fréttamaður VF var á staðnum og sýndi frá niðurstöðu talningarinnar í beinni útsendingu á Facebook-síðu VF og ræddi svo við Einar Jón að því loknu. Einar sagði að næstu skref væru síðan að hanna nýtt kennimerki, liti og gera nýja vefsíðu fyrir Suðurnesjabæ. „Vonandi gengur þetta fljótt og vel fyrir sig,“ sagði Einar Jón.
 
Úrslitin voru á eftirfarandi hátt:

Suðurnesjabær 703 atkvæði -  75,3%

Heiðarbyggð 57 atkvæði - 6,1%

Sveitarfélagið Miðgarður 160 atkvæði - 17,1%

Auðir og ógildir 13

Public deli
Public deli