SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Suðurnesjabær semur við  VÍS um vátryggingar
Sunnudagur 5. mars 2023 kl. 07:00

Suðurnesjabær semur við VÍS um vátryggingar

Að undangengnu útboði á tryggingum Suðurnesjabæjar hefur verið gengið frá samningi um allar tryggingar sveitarfélagsins við Vátryggingafélag Íslands, VÍS. Suðurnesjabær hefur átt gott samstarf við VÍS um tryggingamálin undanfarin ár og eftir útboð á tryggingum mun samstarfið halda áfram næstu árin. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.

Suðurnesjabær fagnar áframhaldandi samstarfi við VÍS og var samningur milli aðila undirritaður í síðustu viku. Um leið þakkar Suðurnesjabær öðrum tryggingafélögum fyrir þátttöku í útboði trygginganna.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Meðfylgjandi mynd var tekin af Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra og Magnúsi Geir Jónssyni hjá VÍS þegar samningur var undirritaður.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025