Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjabær semur við  VÍS um vátryggingar
Sunnudagur 5. mars 2023 kl. 07:00

Suðurnesjabær semur við VÍS um vátryggingar

Að undangengnu útboði á tryggingum Suðurnesjabæjar hefur verið gengið frá samningi um allar tryggingar sveitarfélagsins við Vátryggingafélag Íslands, VÍS. Suðurnesjabær hefur átt gott samstarf við VÍS um tryggingamálin undanfarin ár og eftir útboð á tryggingum mun samstarfið halda áfram næstu árin. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.

Suðurnesjabær fagnar áframhaldandi samstarfi við VÍS og var samningur milli aðila undirritaður í síðustu viku. Um leið þakkar Suðurnesjabær öðrum tryggingafélögum fyrir þátttöku í útboði trygginganna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Meðfylgjandi mynd var tekin af Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra og Magnúsi Geir Jónssyni hjá VÍS þegar samningur var undirritaður.